Öldrunarlækningar og bráðaöldrunardeild

Bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi er legudeild þar sem meginviðfangsefnið er greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Flestir sjúklingar koma frá öðrum bráðadeildum spítalans eða öldrunardeildum á Landakoti. Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00.  Síminn er 543 1000, 543 9400.

Öldrunarlækningadeild A, K1 á Landakoti er 20 rúma deild sem skiptist í meðferðar- og endurhæfingardeild annars vegar og lungnadeild hins vegar. Markmiðið er að auka hæfni fólks til að takast á við athafnir dagslegs lífs og/eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þess. Sími 543 1000, 543 9915 og 543  9863.

Öldrunarlækningadeild B, K2 á Landakoti er 20 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild. Á deildina koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum Landspítala. Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00. Sími 543 1000, 543 9815.

Öldrunarlækningadeild F, L3 á Landakoti er fimm daga endurhæfingardeild fyrir aldraða. Á deildina koma aldraðir af biðlista úr heimahúsi eða af öðrum deildum Landspítala til endurhæfingar, greiningar og meðferðar vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps eða félagslegs vanda. Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00. Sími 543 1000, 543 9880.

Öldrunarlækningadeild C, L4 á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild fyrir heilabilað fólk, opin sjö daga vikunnar. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldur þeirra, byggir á þekkingu og framþróun. Meðferðin miðar að því að auka hæfni einstaklings til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni.  Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er kl. 15:00-20:00.  Sími: 543 1000, 543 9886.

Útskriftardeild aldraðra, L2 á Landakoti. Áhersla á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á tveimur til fjórum vikum eftir innlögn. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.

Dag- og göngudeild öldrunarlækninga á Landakoti.  Á deildinni fer fram greining, meðferð eftirlit og endurhæfing hjá einstaklingum 67 ára og eldri sem glíma við langvarandi heilsubrest og versnandi færni. Unnið er í teymisvinnu fagstétta og komið að hverju máli eftir því sem við á.  Auk þess er sjúklingum og aðstandendum þeirra veitt ráðgjöf og upplýsingar. Það þarf tilvísun læknis til að komast í viðeigandi meðferðarúrræði á dag og göngudeild. Sími: 543 1000, 543 9900.

Öldrunardeild H á Vífilsstöðum. Á deildinni dvelja sjúklingar sem hafa lokið meðferð á Landspítala og eru með gilt færni- og heilsumat en bíða flutnings á hjúkrunarheimili. Sími: 543 1000, 543 9278 (3. hæð), 543 9274 (2. hæð), 543 9273 (1. hæð).

Nánar um öldrunarþjónustu á Landspítala