Félagsstarf

Flest sveitarfélög bjóða upp á félagsstarf fyrir hina eldri. Víða um land starfa auk þess félög eldri borgara sem bjóða upp á margs konar dægradvöl, samveru og tómstundastarf, og eru opin öllum 60 ára og eldri. Félög eldri borgara á Íslandi eru 56.  Þau eiga öll aðild að Landssambandi eldri borgara (LEB). Formaður LEB er Helgi Pétursson.

Reykjavíkurborg

Í Reykjavík heldur Velferðarsvið utan um starf 17 félagsmiðstöðva víðs vegar um borgina. Markmið  félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðvum og kaffiveitingar. Framboð getur verið breytilegt milli stöðva og fólk getur farið á milli eftir áhuga og dagskrá hverju sinni.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfi í borginni, aðeins að mæta á staðinn. Allir eru velkomnir.

Kostnaður er breytilegur en þó alltaf eins lítill og kostur er.  Ekkert kostar að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvanna en starfið getur verið mjög breytilegt milli stöðva.

Auk starfsins í félagsmiðstöðvunum rekur Reykjavíkurborg dagdvöl fyrir aldraða á tveimur stöðum, í Þorraseli Vestugötu 7, og á Vitatorgi Lindargötu 79.  Um þá þjónustu þarf að sækja sérstaklega. Sjá nánar hér.

Félagsstarf sveitarfélaga á landsvísu

Dæmi um starf sem í boði er í félagsmiðstöðvum og þjónustukjörnum sveitarfélaganna víða um land:

  • listsköpun og hannyrðir,
  • leikhúsferðir og ferðalög,
  • spilamennska og kórstarf,
  • námskeið og skemmtun,
  • leikfimi,
  • aðstoð við banka- og verslunarferðir

Félagsstarf eldri borgara hjá nokkrum sveitarfélögum:


Yfirlit yfir sveitarfélög
landsins má finna hér  og á vefsíðum þeirra upplýsingar um félagsstarf.

Félög eldri borgara

Vefsíður nokkurra félaga eldri borgara:

Hér má finna listayfir öll eldri borgara félögin sem eiga aðild að Landssambandi eldri borgara LEB.

Á vegum Rauða krossins er boðið upp á samveru og félagsskap með svonefndum heimsóknavinum. Þetta eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Upplýsingar um heimsóknavini má finna hér.

Á vegum Þjóðkirkjunnar er víða boðið upp á samveru og dægradvöl fyrir eldri borgara. Hver kirkja er með vefsíðu þar sem finna má upplýsingar um starfið, þar á meðal það sem snýr að eldri borgurum. Hér er yfirlit yfir vefsvæði hverrar sóknar, fengið af vef Þjóðkirkjunnar. Þá er í Reykjavík starfandi Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæmis, ráðið er með Facebook-síðu.

 

 




Fara á lifdununa.is

Leiðarvísir

Ábendingar

Upplýsingabankinn er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Ef þú hefur ábendingar um það sem betur má fara í bankanum, hafðu endilega samband við okkur á netfangið upplysingabanki@upplysingabanki.is