Aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu

Krabbameinsfélag Íslands.

Krabbameinsfélag Íslands.
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
s. 540-1900
Krabbameinsfélags Íslands var stofnað árið 1952, til að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni við krabbamein. Starfsemin snýst um að  fækka nýjum tilfellum krabbameins, fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með sjúkdóminn.  Leitarstöð félagsins og ráðgjafarþjónustan gegna þar lykilhlutverki.

Breytt fyrirkomulag skimana 2021

Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019 fluttust skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana 1. janúar 2021. Upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.

Skimun fyrir krabbameini í leghálsi fluttist til heilsgæslunnar en Landspítali tók við skimunum fyrir krabbameini í brjóstum, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri.Á sama tíma hætti Leitarstöð Krabbameinsfélagsins starfsemi.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá á upplýsingasíðu samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og í síma 513 6700.

Ráðgjafarþjónustan  stendur fyrir umfangsmikilli fræðslu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Hún er opin alla virka daga frá kl. 9:00 – 16:00.
Ráðgjafastöðin er í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og þangað er hægt að koma án þess að panta tíma.  Einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafaþjónustunnar í síma 800-4040 eða með því að senda póst á netfangið radgjof@krabb.is

Hjartavernd

Hjartavernd
Landssamtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Þau hafa í meira en 40 ár staðið fyrir hóprannsókn til að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi og sinna auk þess margvíslegri fræðslu og ráðgjöf. Starfsmenn hjartaverndar eru um 50.  Á vefsíðu Hjartaverndar má finna áhættureiknivél þar sem hægt er að reikna út líkur á því að menn fái kransæðasjúkdóma á næstu 10 árum. Einnig er hægt að fara í áhættumat hjá Hjartavernd. Það kostar 25.800 kr. án þáttöku hins opinbera. Þolpróf kostar 17.934 kr.
Hjartavernd er í Holtasmára 1, 201 Kópavogi.
Síminn er 535-1800.
Opnunartími Hjartaverndar er frá 8:00 – 16:00 alla virka daga.
Tímapantanir fara fram á opnunartíma í síma 535-1800 og á netinu. www.hjarta.is

Heilsustofnun NLFÍ  í Hveragerði

Heilsustofnun NLFÍ  í Hveragerði

Grænumörk 8, 810 Hveragerði

s. 483-0300, netfang: heilsa@heilsustofnun.is

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði býður uppá læknisfræðilega endurhæfingu, eftir aðgerðir og ýmsa sjúkdóma, en einnig heilsudvöl fyrir alla. Starfsemin byggir á hugmyndum Jónasar Kristjánssonar læknis um náttúrulækningar.

Þeir sem koma í endurhæfingu vegna sjúkdóma eða hafa verið í aðgerðum á sjúkrahúsum, koma á stofnunina með tilvísun frá lækni og greiðir ríkið þá hluta af dvölinni. Þeir sem koma í heilsudvöl, greiða hins vegar allan kostnað við hana sjálfir.